Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. nóvember 2020 11:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Undankeppni HM: Firmino tryggði Brössum sigur
Mynd: Getty Images
Brasilía 1 - 0 Venesúela
1-0 Roberto Firmino ('66)

Einn leikur fór fram í undankeppni fyrir HM í Suður-Ameríku riðlinum í nótt.

Tveir leikir fóru fram í gærkvöldi:
Sjáðu óverjandi þrumufleyg Vidal gegn Perú
Tvíeykið skoraði í útisigri Úrúgvæ

Leikurinn í nótt fór fram á Estadio do Morumbi í Saó Paulo. Brasilíumenn tóku þar á móti Venesúela og unnu 1-0 sigur.

Það var Roberto Firmino sem skoraði eina mark leiksins á 66. mínútu þegar hann fylgdi á eftir skottilraun og kom boltanum í netið.

Brasilía er efst í Suður-Ameríku riðlinum með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Venesúela er í næstneðsta sæti, því níunda, án stiga. Lokamót HM fer fram í Katar eftir tvö ár.

Athugasemdir
banner
banner