Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 14. nóvember 2022 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skrifaði undir fyrsta samninginn eftir að hafa óvænt komið inn á
Ben Doak.
Ben Doak.
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn Ben Doak hefur skrifað undir samning við Liverpool eftir að hafa heillað í leik liðsins gegn Swansea í deildabikarnum í miðri síðustu viku.

Doak, sem er 17 ára gamall, gekk í raðir Liverpool frá Celtic í sumar fyrir 600 þúsund pund.

Hann fagnaði afmæli sínu síðasta föstudag eftir að hafa komið óvænt inn af bekknum í deildabikarnum gegn Derby. Hann var svo áfram á bekknum gegn Southampton í deildinni á laugardag. Eftir að hann varð 17 ára þá gat hann skrifað undir fyrsta atvinnumannasamninginn.

Hann hefur verið að standa sig vel í akademíunni og hefur unnið sig úr U18 liðinu í U21 liðið.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hrósaði honum eftir leikinn gegn Derby en það eru miklar vonir bundnar við hann fyrir framtíðina.
Athugasemdir
banner