Darren Fletcher, þjálfari hjá Manchester United, var á dögunum dæmdur í þriggja leikja bann.
Fletcher hegðaði sér illa þegar United vann 2-1 sigur gegn Brentford í síðasta mánuði.
Fletcher hegðaði sér illa þegar United vann 2-1 sigur gegn Brentford í síðasta mánuði.
Fletcher, sem spilaði 342 leiki fyrir Man Utd á sínum leikmannaferli, var í síðustu viku dæmdur í þriggja leikja bann og fékk sömuleiðis sekt að andvirði tæplega 1,4 milljónir íslenskra króna.
The Times hefur sagt frá því hvað Fletcher gerði til að hljóta dóminn.
Þar segir að kollegar Skotans hafi þurft að halda í hann þar sem hann ætlaði að vaða í átt að dómurunum og var mjög agressívur. „Þið eruð allir ömurlegir, þetta er fjandans brandari og þetta gerist í hverri einustu fjandans viku," sagði Fletcher.
Athugasemdir