Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. desember 2019 18:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Howe eftir sigurinn á Chelsea: Vorum frábærir
Eddie Howe fagnar á hliðarlínunni í dag.
Eddie Howe fagnar á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Getty Images
Bournemouth gerði sér lítið fyrir og vann Chelsea á Stamford Bridge fyrr í dag, 0-1 með marki sem kom undir lok leiksins.

Dan Gosling skoraði sigurmarkið, markið var fyrst dæmt af en VAR leiðrétti það og markið var dæmt gilt. Eddie Howe var mjög ánægður með sína menn, Bournemouth er að glíma við mikil meiðsli um þessar mundir og margir leikmenn liðsins frá vegna meiðsla.

„Þetta hefur verið mjög erfiður tími undanfarnar vikur, það hefur margt gengið á. Margir leikmenn frá vegna meiðsla og við urðum að stíga upp í dag og sýna hvað í okkur býr sem við gerðum."

„Við urðum að breyta aðeins til hjá okkur og prófa eitthvað nýtt, ef við hefðum ekki gert það hefði þetta ekki gengið svona vel í dag," sagði Howe en gengi liðsins undanfarið hefur ekki verið gott.

„Við vorum frábærir í seinni hálfleik og hefðum þess vegna getað skorað meira, markvörðurinn okkar á hinum enda vallarsins varði einnig í nokkur skipti mjög vel."

Þessi miklu meiðsli hjá Bournemouth koma á mjög slæmum tíma enda jólatörnin framundan á Englandi og því fylgir mikið álag á leikmenn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner