mið 14. desember 2022 20:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Átti Marokkó að fá vítaspyrnu? - „Hefði verið aukaspyrna annars staðar"
Sofiane Boufal
Sofiane Boufal
Mynd: EPA

Frakkland er með 1-0 forystu þegar síðari hálfleikur er ný hafinn. Theo Hernandez skoraði markið snemma leiks.


Lestu um leikinn: Frakkland 2 -  0 Marokkó

RIo Ferdinand hjá BT Sport segir að Marokkó hafi átt skilið að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik en dómari leiksins dæmdi brot og gult spjald á Sofiane Boufal.

„Mér finnst þetta vera víti. Þetta er brot annars staðar á vellinum. Svo hvers vegna er þetta ekki víti? Þetta er klárlega ekki spjald á Boufal," sagði Ferdinand.

Marokkó hefur orðið fyrir mörgum áföllum í leiknum en liðið hefur komið sterkt inn í síðari hálfleikinn og freistar þess að jafna metin.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner