
Frakkland er með 1-0 forystu þegar síðari hálfleikur er ný hafinn. Theo Hernandez skoraði markið snemma leiks.
Lestu um leikinn: Frakkland 2 - 0 Marokkó
RIo Ferdinand hjá BT Sport segir að Marokkó hafi átt skilið að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik en dómari leiksins dæmdi brot og gult spjald á Sofiane Boufal.
„Mér finnst þetta vera víti. Þetta er brot annars staðar á vellinum. Svo hvers vegna er þetta ekki víti? Þetta er klárlega ekki spjald á Boufal," sagði Ferdinand.
Marokkó hefur orðið fyrir mörgum áföllum í leiknum en liðið hefur komið sterkt inn í síðari hálfleikinn og freistar þess að jafna metin.
Si c’était Messi à la place de Boufal y aurait eu penalty directement mais non c’est le Maroc donc carton pour Boufal pic.twitter.com/OXBhe9Gzzo
— ?????????? (@achelh_i) December 14, 2022
Nokkur umræða er orðin á samfélagsmiðlum um að þetta brot Sofiane Boufal á 27.mínútu - hvað finnst þér, ætti Marokkó að fá vítaspyrnu þarna? pic.twitter.com/uPd8QO9p0c
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 14, 2022