
Frakkland er marki yfir í hálfleik gegn Marokkó en Theo Hernandez skoraði markið eftir aðeins fimm mínútna leik.
Lestu um leikinn: Frakkland 2 - 0 Marokkó
Marokkó mönnum gekk illa að koma boltanum frá en Danny Murphy sem er að lýsa leiknum á BBC sagði að varnarleikur Marokkó hafi verið barnalegur.
„Þetta er barnalegur varnaleikur, boltinn fellur fyrir Hernandez sem tekur sér tíma, frábær tækni í þessu slútti. Frábær byrjun hjá Frökkum, hörmuleg byrjun hjá Marokkó. Lélegur varnarleikur er það ekki? Ólíkt þeim," sagði Murphy.
„Reyndu að komast yfir alltof snemma gegn eins sterku liði og Frakkland."
Athugasemdir