
Adrien Rabiot, miðjumaður Juventus, er samkvæmt fréttum of veikur til að vera í leikmannahópi Frakklands gegn Marokkó í undanúrslitum HM í kvöld.
Flensa hefur hreiðrað um sig í franska hópnum og Rabiot verið veikur ásamt Dayot Upamecano.
Flensa hefur hreiðrað um sig í franska hópnum og Rabiot verið veikur ásamt Dayot Upamecano.
Lestu um leikinn: Frakkland 2 - 0 Marokkó
L’Equipe segir að þeir tveir séu ekki nægilega ferskir til að vera í byrjunarliði Frakklands í kvöld og Rabiot verði upp á hótelherbergi að hvílast.
Búist er við því að Youssouf Fofana komi inn fyrir Rabiot og Ibrahima Konate inn í byrjunarliðið fyrir Upamecano.
Rabiot hefur spilað alla fimm leiki Frakka til þessa í mótinu.
Athugasemdir