Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 15. janúar 2021 20:15
Victor Pálsson
Huntelaar gæti óvænt snúið aftur til Schalke
Huntelaar árið 2015.
Huntelaar árið 2015.
Mynd: Getty Images
Schalke í Þýskalandi er óvænt að skoða það að fá framherjann Klaas-Jan Huntelaar í sínar raðir í janúarglugganum.

Frá þessu greinir Bild í Þýskalandi en Huntelaar er fyrrum leikmaður Schalke og spilar í dag með Ajax í Hollandi.

Huntelaar er orðinn 37 ára gamall en hann er næst markahæsti leikmaður í sögu Schalke með 126 mörk yfir sjö ár.

Sumarið 2017 hélt Huntelaar aftur heim til Ajax en hann er ekki fyrsti maður á blað í Amsterdam.

Schalke er á botni þýsku Bundesligunnar en liðið er aðeins með sjö stig eftir fyrstu 15 umferðirnar.

Það verður styrkt hópinn á næstu vikum en Sead Kolasinac kom til liðsins fyrr í mánuðinum á láni frá Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner