Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 15. janúar 2022 17:12
Brynjar Ingi Erluson
England: Watford jafnaði í lokin - Everton tapaði fyrir Norwich
Joao Pedro skoraði jöfnunarmark Watford undir lok leiks
Joao Pedro skoraði jöfnunarmark Watford undir lok leiks
Mynd: Getty Images
Það gengur ekkert hjá Everton
Það gengur ekkert hjá Everton
Mynd: Getty Images
Adama Traore skoraði í sigri Wolves
Adama Traore skoraði í sigri Wolves
Mynd: Getty Images
Newcastle United er ekki ætlað að vinna fótboltaleiki þessa dagana en liðið gerði 1-1 jafntefli við Watford á St. James' Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Joao Pedro jafnaði fyrir gestina undir lok leiksins.

Brasilíski framherjinn Joelinton fékk tvö gæða færi til að skora fyrir Newcastle í fyrri hálfleik. Fyrst fór boltinn í slá og stuttu seinna skaut hann framhjá úr ákjósanlegu færi.

Markið kom á endanum. Allan Saint-Maximin gerði frábærlega á vinstri vængnum, með mann í sér, hélt áfram inn í teiginn áður en hann færði sig til hægri og þrumaði boltanum í vinstra hornið.

Martin Dubravka varði vel frá Joshua King eftir klukkutímaleik áður en Moussa Sissoko klúðraði dauðafæri sjö mínútum síðar í teignum.

Jöfnunarmarkið kom seint. Joao Pedro skoraði eftir fyrirgjöf Kiko Femenia. Pedro vann Jamaal Lascelles í loftinu og skoraði framhjá Dubravka. Lokatölur 1-1 og Newcastle að kasta sigrinum frá sér.

Newcastle er með 12 stig í næst neðsta sæti, tveimur stigum á eftir Watford sem er í öruggu sæti.

Everton tapaði fyrir nýliðunum - Góður sigur Wolves

Everton tapaði fyrir Norwich City á Carrow Road, 2-1. Michael Keane stýrði fyrirgjöf Josh Sargent í eigið net á 16. mínútu leiksins og virtist Everton-liðið ringlað því annað markið kom strax á eftir.

Brandon Williams vann boltann vinstra megin, kom boltanum inn í teig á Adam Idah sem gerði annað mark Norwich.

Norwich hefði auðveldlega getað bætt við í síðari hálfleiknum hefði það ekki verið fyrir Jordan Pickford í markinu. Richarlison gaf Everton líflínu á 61. mínútu er hann skoraði með fallegri bakfallsspyrnu eftir að Tim Krul hafði mistekist að kýla boltann í burtu.

Everton reyndi að ná í jöfnunarmark undir lokin en það gekk ekki eftir og 2-1 sigur Norwich staðreynd. Stór sigur í fallbaráttunni og Everton án sigurs á árinu.

Wolves vann á meðan Southampton, 3-1. Úlfarnir sköpuðu sér nokkur góð færi í fyrri hálfleiknum áður en liðið fékk vítaspyrnu á 36. mínútu. Jadn Bednarek braut á Ryan Ait Nouri og skoraði Raul Jimenez úr spyrnunni.

Conor Coady kom boltanum í netið á 56. mínútu eftir aukaspyrnu frá Ruben Neves en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Nokkrum mínútum síðar kom annað mark Wolves og í þetta sinn stóð það.

Ait Nouri átti aukaspyrnu sem Kilman stangaði í stöng, boltinn þaðan á Coady sem skoraði. VAR skoðaði atvikið vel og lengi en dæmdi það svo gott og gilt.

James Ward Prowse minnkaði muninn með stórbrotnu marki úr aukaspyrnu á 84. mínútu áður en Adama Traore tryggði sigur Wolves í uppbótartíma. Lokatölur 3-1 fyrir Wolves sem er í 8. sæti með 31 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Newcastle 1 - 1 Watford
1-0 Allan Saint-Maximin ('49 )
1-1 Joao Pedro ('88 )

Norwich 2 - 1 Everton
0-1 Michael Keane ('16 , sjálfsmark)
1-1 Adam Idah ('18 )
1-2 Richarlison ('60 )

Wolves 3 - 1 Southampton
1-0 Raul Jimenez ('37 , víti)
2-0 Conor Coady ('59 )
2-1 James Ward-Prowse ('84 )
3-1 Adama Traore ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner