
Íslenska landsliðskonan Guðný Árnadóttir skoraði annað mark Milan í 2-0 sigri á Parma í Seríu A í dag.
Guðný var í byrjunarliði Milan eins og venjulega en mark hennar kom á 58. mínútu.
Markið sem hún skoraði var ekki það fallegasta sem sést hefur en hlaupið hennar var frábært. Hún bauð sig fyrir utan vítateiginn lagði boltann framhjá varnarmanni og skaut af varnarmanni áður en boltinn rúllaði í netið.
Margrét Árnadóttir kom inná í lið Parma mínútu síðar og kláraði leikinn.
Lokatölur 2-0 fyrir Milan sem er í 5. sæti með 22 stig en Parma er í neðsta sæti með 6 stig.
Markið má sjá hér fyrir neðan.
Athugasemdir