Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 15. janúar 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tekur undir frétt Daily Mail: Zubimendi á leið til Arsenal
Mynd: EPA
Fótboltafréttamaðurinn áreiðanlegi Fabrizio Romano hefur tekið undir frétt Daily Mail sem segir að miðjumaðurinn Martín Zubimendi sé á leið til Arsenal næsta sumar.

Zubimendi hefur verið eftirsóttur af stórliðum úr enska boltanum í nokkur ár og er loksins byrjaður að hugsa sér til hreyfings frá uppeldisfélagi sínu Real Sociedad.

Liverpool virtist vera í bílstjórasætinu í kappinu um Zubimendi en leikmaðurinn kaus að vera áfram hjá Real Sociedad og bíða með að taka ákvörðun varðandi framtíðina.

Núna virðist sú ákvörðun hafa verið tekin og er greint frá því að Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, hafi átt lykilþátt í að sannfæra Zubimendi um að velja Arsenal framyfir önnur félög.

Arteta og Zubimendi eru báðir frá San Sebastián á Spáni og er Zubimendi kominn í samningsviðræður við Arsenal.

Zubimendi er 25 ára spænskur landsliðsmaður og mun kosta 60 milljónir evra, sem er upphæðin í riftunarákvæði hans við Real Sociedad.
Athugasemdir
banner
banner
banner