Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 15. janúar 2025 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ten Hag aðstoðar Dortmund - Gæti tekið við liðinu
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, fyrrum stjóri Manchester United, var mættur á leik Borussia Dortmund og Holstein Kiel á dögunum.

Ten Hag var rekinn frá Man Utd fyrir nokkrum vikum síðan en hann hefur að undanförnu verið að aðstoða Nuri Sahin hjá Borussia Dortmund.

Sahin tók við Dortmund fyrir yfirstandandi tímabil en það hefur ekki gengið vel hjá liðinu. Dortmund er sem stendur í níunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.

Ten Hag var fenginn inn til að aðstoða hann en Sahin er ekki með mikla reynslu úr þjálfun.

Þýskir fjölmiðlar hafa verið fljótir að fylla í eyðurnar og telja líklegt að Ten Hag verði fyrsti kostur ef Sahin verði látinn fara. Sky í Þýskalandi segir það vitað mál að Ten hagi eigi mjög gott samband við Matthias Sammer, ráðgjafa hjá Dortmund.

Ten Hag hefur áður starfað í Þýskalandi en hann þjálfaði áður B-lið Bayern München.
Athugasemdir
banner
banner