Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 15. febrúar 2020 19:25
Brynjar Ingi Erluson
England: Varamaðurinn Mane tryggði Liverpool sigur á Norwich
Sadio Mane fagnar marki sínu á Carrow Road
Sadio Mane fagnar marki sínu á Carrow Road
Mynd: Getty Images
Alisson kom Liverpool til bjargar í fyrri hálfleik
Alisson kom Liverpool til bjargar í fyrri hálfleik
Mynd: Getty Images
Norwich 0 - 1 Liverpool
0-1 Sadio Mane ('78 )

Topplið Liverpool lagði Norwich að velli, 1-0, á Carrow Road í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en sigurinn var þolinmæðisvinna hjá Liverpool og virðist ekkert geta komið í veg fyrir að liðið vinni deildina.

Norwich átti hættulegasta tækifæri fyrri hálfleiks er Lukas Rupp komst einn fyrir vörn Liverpool. Brasilíski markvörðurinn Alisson var vel á verði er Rupp ætlaði sér að leggja boltann til hliðar á Teemu Pukki og sló boltann. Frábærlega vel gert hjá Alisson og Liverpool stálheppið að lenda ekki undir.

Liverpool hefur oft átt í erfiðleikum með að koma sér í gang eftir vetrarfrí en liðið sótti án afláts í þeim síðari. Naby Keita fékk fínt tækifæri eftir undirbúning frá Mohamed Salah en Tim Krul varði skot Keita yfir markið.

Krul var í banastuði en hann varði í tvígang frá Salah og Keita.

Alexander Tettey var nálægt því að koma Norwich yfir á 73. mínútu en skot hans fór í stöng.

Fjórum mínútum síðar eftir mikla þolinmæðisvinnu komst Liverpool yfir með marki frá Sadio Mane. Hann byrjaði á bekknum en kom inná á 60. mínútu. Jordan Henderson lyfti boltanum inn í teig og náði Mane á einhvern ótrúlegan hátt að taka við honum á lofti, leggja hann fyrir sig og skora í vinstra hornið.

Þetta var 100. mark Mane frá því hann kom til Englands en hann skoraði 25 mörk fyrir Southampton og er kominn með 75 mörk fyrir Liverpool í öllum keppnum.

Lokatölur 1-0 fyrir Liverpool sem hefur unnið 25 leiki og gert eitt jafntefli og er á toppnum með 76 stig. Norwich er á botninum með 18 stig.
Athugasemdir
banner
banner