Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 15. febrúar 2021 22:45
Brynjar Ingi Erluson
Elías Már í tapliði - Kolbeinn hjálpaði Lommel að ná í stig
Elías Már Ómarsson
Elías Már Ómarsson
Mynd: Getty Images
Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði Excelsior sem tapaði fyrir Roda JC, 3-1, í hollensku B-deildinni í kvöld en á meðan gerði Kolbeinn Þórðarson og félagar hans í Lommel 1-1 jafntefli við Westerlo í belgísku B-deildinni.

Elías Már hefur verið frábær með Excelsior á þessari leiktíð en hann er með 21 mark í 27 leikjum í deild- og bikar.

Það hefur þó verið þurrkur í síðustu leikjum en hann hefur aðeins skorað tvö mörk í síðustu níu leikjum liðsins.

Þrátt fyrir það er hann annar markahæsti leikmaður deildarinnar með 18 mörk, þremur mörkum á eftir Robert Mühren hjá Cambuur.

Hann spilaði allan leikinn í 3-1 tapinu í kvöld en Excelsior er í tíunda sæti deildarinnar með 30 stig.

Kolbeinn Þórðarson kom þá inná sem varamaður er Lommel gerði 1-1 jafntefli við Westerlo í belgísku B-deildinni. Lommel var 1-0 undir þegar Kolbeinn kom inná á 71. mínútu og ellefu mínútum síðar jöfnuðu gestirnir.

Kolbeinn hefur verið mikilvægur í liði Lommel á þessari leiktíð en liðið er í fjórða sæti deildarinnar með 28 stig aðeins fjórum stigum frá umspilssæti.
Athugasemdir
banner
banner