mið 15. febrúar 2023 14:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Busquets og Dembele ekki með á morgun - De Jong nýtur sín
De Jong.
De Jong.
Mynd: Getty Images
Sergio Busquets og Ousmane Dembele glíma við meiðsli hjá Barcelona og verða þeir ekki í hópnum þegar liðið tekur á móti Manchester United annað kvöld í Evrópudeildinni.

Fjarvera Busquets eykur líkurnar á því að Frenkie de Jong verði í stóru hlutverki á morgun. Hann var skotmark United síðasta sumar en endaði á því að vera áfram á Spáni.

„Hann var mjög skýr við mig að hann vildi vera áfram hjá okkur, það var aldrei vafi," sagði Xavi, stjóri Barcelona, í dag.

„Hann er okkar leikmaður. Ég er mjög glaður og sáttur með hans frammistöðu, hans leiðtogahæfni. Hann er á góðum stað, eins og allt liðið."

„Núna, held ég, er Frenkie að njóta sín á vellinum og það er það mikilvægasta,"
sagði Xavi.

Marc-Andre Ter Stegen, markvörður Barcelona, er sagður einn af stærstu þáttunum á bakvið það að Frenkie fór hvergi. Ter Stegen sagði að hann væri til í að spila með Frenkie út ferilinn og að hann væri tilbúinn í að nota eigin krafta til að binda hann niður á Spáni.

Leikurinn annað kvöld er sýndur á Stöð 2 Sport 2 og hefst hann 17:45.
Athugasemdir
banner
banner