Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
   lau 15. febrúar 2025 16:36
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið Everton og Crystal Palace
Jack Harrison byrjar í dag.
Jack Harrison byrjar í dag.
Mynd: EPA
Síðdegisleikurinn í ensku úrvalsdeildinni er viðureign Crystal Palace og Everton sem hefst klukkan 16:30.

Everton hefur verið á miklu flugi undir stjórn David Moyes og gerði jafntefli við topplið Liverpool í vikunni.

Frá þeim leik gerir Moyes tvær breytingar en Iliman Ndiaye og Abdoulaye Doucoure eru ekki með. Í þeirra stað koma Jack Harrison og Carlos Alcarez.

Hjá Palace gerir Oliver Glasner þrjár breytingar. Dean Henderson, Ismaila Sarr og Jefferson Lerma snúa aftur eftir að hafa ekki verið með í bikarleiknum gegn Doncaster.

Crystal Palace: Henderson, Richards, Lacroix, Guehi, Munoz, Mitchell, Lerma, Hughes, Devenny, Sarr, Mateta.
Varamenn: Turner, Clyne, Kporha, Chilwell, Wharton, Kamada, Eze, Esse, Nketiah.

Everton: Pickford, O'Brien, Tarkowski, Branthwaite, Mykolenko, Gana, Garner, Alcaraz, Lindstrøm, Harrison, Beto.
Varamenn: Virginia, Begovic, Keane, Young, Iroegbunam, Sherif, Dixon, Heath, Ebere.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner