Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. mars 2023 14:32
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
KV búið að kæra aftur - „Ætti að vera boðið að fá sætið“
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef farið væri eftir settum reglum ætti KV að vera boðið að fá sætið," segir Auðunn Örn Gylfason, formaður KV, í samtali við Vísi.

Aga- og úrskurðarnend KSÍ vísaði á dögunum frá kæru sem sneri að því að KV ætti réttmætan möguleika á að taka sæti Kórdrengja í Lengjudeildinni. KSÍ hafði tilkynnt að Ægir í Þorlákshöfn fengi sætið.

KV hefur skotið málinu aftur til nefndarinnar.

„Við fengum knappan tíma til að leggja fram kæru fyrst og erum betur undirbúnir núna til að koma kærunni til skila í samræmi við það sem var krafist. Nú hafa lögfræðingar okkar skrifað upp kæruna og sá formgalli ætti að vera úr sögunni sem var meginástæðan fyrir því að málinu var vísað frá," segir Auðunn við Vísi.

Hann vill hinsvegar ekki staðfesta það hvort KV muni þiggja sætið í Lengjudeildinni ef það býðst.

Hvað segir í reglugerðinni?
Í reglugerð KSÍ segir að almenna reglan sé sú að liðið í þriðja sæti næstu deildar fyrir neðan flytjist upp um deild ef lið dregur sig úr eða er vísað úr keppni. Það er þá Ægir sem hafnaði í þriðja sæti 2. deildar í fyrra.

„Ef slíkt er afleiðing þess að þátttökuleyfi hefur ekki verið veitt eða dregið til baka samkvæmt leyfiskerfi KSÍ, skal þó farið eftir næstu grein," segir svo í reglugerðinni og vísað í grein 23.1.12 þar sem stendur:

„Ef sæti losnar í 1. deild vegna þess að umsókn um þátttökuleyfi var hafnað skal liðið sem féll úr deildinni árið áður og var í næstneðsta sæti, taka lausa sætið ef það uppfyllir skilyrði." - KV, Knattspyrnufélag Vesturbæjar, hafnaði í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner