Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 15. mars 2023 11:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sá leikjahæsti er ekki með - „Er í svolítið erfiðri stöðu"
Icelandair
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason, leikjahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi, er ekki í landsliðshópnum sem mætir Bosníu og Liechtenstein í fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM.

Birkir hefur verið fastamaður í hópnum frá því hann kom fyrst inn í hann árið 2010 en er núna ekki valinn.

Birkir er á mála hjá Adana Demirspor í Tyrklandi en hann hefur ekki verið í hóp þar að undanförnu eftir að fótboltinn þar fór aftur af stað eftir jarðskjálftana stóru sem voru þar í landi.

Miðjumaðurinn fjölhæfi fékk á dögunum leyfi frá félaginu til að fara til Noregs í nokkra daga og eyða tíma með fjölskyldu sinni, en hann æfði með sínu gamla félagi, Viking, meðan hann var þar.

„Við Birkir ræddum auðvitað saman. Hann er í svolítið erfiðri stöðu hjá sínu félagsliði í Tyrklandi, er að spila lítið, miklu minna en hann vonaðist eftir, og er að reyna að losna frá félaginu en það hefur tekið tíma."

„Vegna þeirrar stöðu sem hann er í þá vorum við sammála um að hann yrði ekki með að þessu sinni. Birkir er leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi og hefur enn mikið fram að færa, mikla og ómetanlega reynslu sem nýtist liðinu bæði innan og utan vallar, og hann er þannig leikmaður og karakter að hann setur hagsmuni landsliðsins fram yfir sína eigin."

Arnar segir það gleðiefni að sjá marga leikmenn spila vel með sínum félagsliðum en Ísland þarf að byrja af krafti í þessari undankeppni.

„Svo sannarlega. Það væri auðvitað hægt að nefna marga, en til að nefna einhverja þá er t.d. Rúnar Alex að spila vel í Tyrklandi og var valinn besti markvörður umferðarinnar nýlega. Arnór Sig og Arnór Ingvi eru að gera flotta hluti í Svíþjóð. Ofsalega gaman að sjá Alfreð Finnboga koma til baka og sjá leikgleðina skína hjá honum. Jói Berg er að spila mjög vel með Burnley. Hörður Björgvin og Sverrir eru lykilmenn í toppliðum í Grikklandi. Jón Dagur í Belgíu, Hákon í Kaupmannahöfn. Og fleiri. Það eru margir að spila mikið, spila vel og njóta sín, sem er ekki síður mikilvægt. Ég hlakka mikið til að vinna með þessu hópi í komandi verkefni."

„Við viljum auðvitað taka sem flest stig í þessum glugga, eins og í öllum gluggum. Leikurinn í Bosníu verður hörkuleikur. Við eigum að vinna Liechtenstein og ætlum að gera það, en það má samt ekki vanmeta nein lið og taka því sem sjálfsögðum hlut að menn vinni án þess að þurfa að hafa fyrir því, þá getur farið illa. Bosnía er allt annað dæmi, þetta er hörkulið sem vann sinn riðil í Þjóðardeildinni á síðasta ári, og með hörku mannskap, það má ekki gleyma því. Góð frammistaða í þeim leik getur skilað okkur stigi eða stigum. Við byrjum í Bosníu og setjum allan fókus og alla orku í þann leik til að byrja með," segir Arnar.
Athugasemdir
banner
banner