Fram hefur nælt sér í bandarískan bakvörð fyrir átökin í Bestu deildinni í sumar.
Hún heitir Kam Pickett og kemur úr Clemson skólanum í bandaríska háskólaboltanum.
Hún heitir Kam Pickett og kemur úr Clemson skólanum í bandaríska háskólaboltanum.
"Þjálfarateymið er mjög ánægt með að hafa fengið Kam til liðs við okkur. Eldsnögg, ósérhlífinn og á eftir að hjálpa okkur mikið varnar- sem sóknarlega. Við erum alltaf að verða ánægðari með stöðu liðsins. Við teljum liðið vera á góðum stað, höfum bætt við okkur öflugum leikmönnum og leikmenn sem hafa verið hjá okkur undanfarin ár eru að vaxa og bæta sig. Við teljum okkur aðeins þurfa örlítið í viðbót og þá getum við lokað hópnum," er haft eftir Óskari Smára Haraldssyni, þjálfara liðsins, í tilkynningu frá félaginu.
Fram leikur í Bestu deildinni í sumar eftir að liðið hafnaði í 2. sæti í Lengjudeildinni síðasta sumar.
Athugasemdir