Cole Palmer hefur verið ótrúlega öflugur í liði Chelsea á leiktíðinni eftir að félagið keypti hann frá Manchester City í fyrrasumar.
Palmer hefur verið að raða inn mörkum auk þess að vera iðinn við stoðsendingar og hefur í heildina komið að 37 mörkum í 41 leik á tímabilinu, eftir þrennuna sem hann skoraði í fyrri hálfleik gegn Everton í kvöld.
Chelsea er að spila við Everton á Stamford Bridge þessa stundina og leiða heimamenn 4-0 í leikhlé eftir magnaða sýningu Palmer sem skoraði þrjú mörk á sextán mínútna kafla.
Hann varð fyrsti leikmaður í sögu Chelsea til að skora í sjö leikjum í röð á Stamford Bridge þegar hann gerði fyrsta mark leiksins í kvöld.
Palmer er núna kominn með 10 mörk og 3 stoðsendingar í síðustu 6 leikjum sínum með Chelsea.
Nicolas Jackson skoraði einnig og lagði upp í fyrri hálfleik eftir fimm leiki í röð án þess að skora eða leggja upp fyrir Chelsea eða Senegal.
Sjáðu fyrsta markið
Sjáðu annað markið
Sjáðu þriðja markið
Athugasemdir