Klukkan 19:00 fara tveir leikir í Meistaradeildinni fram, fyrri tvö einvígin klárast í kvöld. PSG leiðir með tveimur mörkum eftir fyrri leikinn gegn Aston Villa og Barcelona vann Dortmund með fjórum mörkum í fyrri leiknum. Það er því mikið verk fyrir höndum hjá heimaliðunum að reyna opna einvígin.
Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð með fram útsláttarkeppninni. Sérfræðingar í ár eru Alli Jói, þjálfari Völsungs, og Aron Baldvin Þórðarson, aðstoðarþjálfari Víkings. Aðili frá Fótbolta.net spáir einnig í leikina. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.
Allir spámenn voru með rétt tákn á leikjum þessara liða í fyrri leikjunum. Svona spá sérfræðingarnir leikjum kvöldsins:
Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð með fram útsláttarkeppninni. Sérfræðingar í ár eru Alli Jói, þjálfari Völsungs, og Aron Baldvin Þórðarson, aðstoðarþjálfari Víkings. Aðili frá Fótbolta.net spáir einnig í leikina. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.
Allir spámenn voru með rétt tákn á leikjum þessara liða í fyrri leikjunum. Svona spá sérfræðingarnir leikjum kvöldsins:
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson
Aston Villa 1 - 2 PSG
Villa þarf að sækja til að koma til baka í þessu einvígi. Það verður veisla fyrir PSG að geta sótt hratt. Þeir munu nýta sér það og Kvaratskhelia og Dembele skora mörkin fyrir franska liðið. Rashford skorar úr aukaspyrnu fyrir Villa.
Dortmund 0 - 2 Barcelona
Þetta einvígi er búið. Barcelona er bara miklu betra lið og vinnur þennan leik. Raphinha og Yamal skora. Ekkert meira um það að segja.
Aron Baldvin Þórðarson
Aston Villa 1 - 1 PSG
Mjög erfitt að veðja á einvígi sem eru game over. Aston Villa nær vonandi að setja líf í þetta með því að komast yfir en enska liðið er aldrei að fara áfram. Ég er líka einn af þeim sem finnst leiðinlegt þegar minni liðin fara áfram í Meistaradeildinni, ég vill fá mína Barcelona - PSG leiki en ekki Barcelona- Aston Villa,
Dortmund 1 - 2 Barcelona
Þetta einvígi er ennþá meira búið. Dortmund munu þó alltaf sýna líf fyrir framan sína trylltu stuðningsmenn og því munu Barca ekkert vinna þennan leik stórt, láta 2-1 duga
Fótbolti.net - Jóhann Þór
Aston Villa 1 - 2 PSG
Aston Villa búið að eiga frábært tímabil í Meistaradeildinni en PSG er of stór biti. Villa kemst yfir og heldur í vonina en PSG verður með yfirhöndina og Martínez kemur í veg fyrir að þetta verði stærra tap.
Dortmund 1 - 1 Barcelona
Á milli þess að gera jafntefli gegn Betis og harka út sigur gegn Leganes rúllaði Barca yfir Dortmund. Spánverjarnir eru í þægilegri stöðu og verða kærulausir en Þjóðverjunum tekst ekki að nýta það.
Staðan í heildarkeppninni:
Alli Jói - 16
Aron Baldvin - 18
Fótbolti.net - 18
Athugasemdir