
Á fimmtudag, Skírdag, mun ÍBV taka á móti Víkingi í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. ÍBV mun leika fyrstu heimaleiki sína þetta tímabilið á Þórsvelli í Vestmannaeyjum, vegna þess að framkvæmdir standa yfir á Hásteinsvelli.
Verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll og vonast til þess að hann verði orðinn klár í maí.
Verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll og vonast til þess að hann verði orðinn klár í maí.
Eyjamenn hafa verið að gera allt klárt á Þórsvelli og meðal annars hafa verið sett sæti í brekkuna til að gera alla aðstöðu sem besta.
Leikur ÍBV og Víkings verður klukkan 16 á fimmtudaginn en í næstu viku leikur ÍBV svo sinn fyrsta heimaleik í Bestu deildinni, gegn Fram.
Þegar útsendari Fótbolta.net heimsótti völlinn í dag var lið ÍBV að æfa sig fyrir komandi leik og Kiddi vallarstjóri að gera allt klárt.
Athugasemdir