„Tilfinningin er allt í lagi, ég er ánægður með stelpurnar í vinnuframlagi og hvernig þær unnu sig inn í leikinn,'' segir Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, eftir 3-1 tap gegn Þrótt í 1. umferð Bestu Deild kvenna.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 - 1 Fram
„Við erum með mjög mikið af gæðum í okkar liði. Markið sem við skorum í dag sýnir bara sú gæði sem við búum yfir,''
Hvernig finnst þér spá okkar hjá Fótbolti.net, Fram í 8. sæti?
„Ég er ánægður með ykkur, þið hafið trú á okkur hjá .net og eini miðillinn sem spáir okkur ekki falli. Ég hef sagt áður, við ætlum ekki að vera í 7 eða neðar, við ætlum að vera ofar,''
„Við viljum vera betri í öllu sem við erum að gera. Ef við föllum þá bara föllum við, þá eigum við það bara skilið. Við erum ekkert að pæla í því heldur að taka einn leik í einu,''