Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 15. maí 2019 13:42
Arnar Daði Arnarsson
Dalvík/Reynir fær til sín tvo leikmenn (Staðfest)
Mynd úr leik Dalvíkur/Reynis í fyrra.
Mynd úr leik Dalvíkur/Reynis í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Dalvík/Reynir hefur samið við tvo nýja leikmenn fyrir átökin í 2. deildinni í sumar.

Annar leikmaðurinn heitir Joan „Gianni“ De Lorenzo Jimenez og er 29 ára væng- og sóknarmaður. Hann kemur til liðs við Dalvík/Reyni frá Spænska liðinu AD Unión Adarve. Gianni er reynslumikill leikmaður og honum er ætlað stórt hlutverk í liði Dalvíkur/Reynis í sumar.

De Lorenzo var á reynslu hjá Þór í vor en fékk ekki samning hjá félaginu.

Þá hefur Kristján Freyr Óðinsson gengið í raðir liðsins en hann kemur frá Hetti. Hann lék hinsvegar með Fjarðabyggð í 2. deildinni í fyrra. Kristján lék með Dalvík/Reyni sumarið 2014 en þá var hann lánsmaður frá KA. Þá lék hann einnig með liðinu sumrin 2016 og 2017.

Báðir eru þeir komnir með leikheimild með Dalvík/Reyni og verða löglegir í næsta leik gegn Leikni F. á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner