mið 15. maí 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leicester stal yfirmanni leikmannakaupa frá Celtic
Mynd: Getty Images
Leicester City fékk Brendan Rodgers frá Celtic til að taka við stjórnartaumunum fyrr á árinu og nú er félagið einnig búið að stela yfirmanni leikmannakaupa hjá Celtic.

Leicester tilkynnti komu Lee Congerton aðeins hálftíma eftir að Celtic tilkynnti brottför hans. Þessi félagaskipti koma á óvart í ljósi þess að Rodgers sagði í viðtali fyrr á árinu að Congerton myndi ekki fylgja honum til Leicester.

Celtic vildi halda Congerton en hann ákvað að skipta yfir, enda þreyttur á að hafa mjög takmarkað fjármagn til að starfa með. Hjá Leicester er staðan allt önnur og hefur félagið mikið meira aðdráttarafl heldur en skosku meistararnir.

Leicester hefur byrjað vel undir stjórn Rodgers og verður spennandi að fylgjast með liðinu á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner