Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 15. maí 2021 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Þarf ekkert alltaf að vera heimsendir að díla við mótlæti"
Alex Þór
Alex Þór
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í U21 landsliðsverkefni
Í U21 landsliðsverkefni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex var fyrirliði Stjörnunnar í fyrra
Alex var fyrirliði Stjörnunnar í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Álftnesingurinn Alex Þór Hauksson var á landinu á dögunum og fóru einhverjar sögur á flug að hann væri mögulega að ganga í raðir Stjörnunnar, félagsins sem hann yfirgaf í vetur þegar hann gekk í raðir Öster í Svíþjóð.

Svo var aldeilis ekki, Alex hefur verið að glíma við nárameiðsli og kom í stutta heimsókn til landslins í endurhæfingunni. Alex hélt aftur til Svíþjóðar á miðvikudag. Fótbolti.net heyrði í Alex í gær.

„Ég er góður fyrir utan að ég er aðeins meiddur á náranum,“ sagði Alex.

Buðu honum að kíkja til Íslands
„Ég fékk að kíkja heim í fimm daga, fara aðeins til Frikka (sjúkraþjálfara), hitta fjölskylduna og svona. Sjúkraþjálfarinn hérna úti stakk upp á að það væri kannski gott fyrir mig að hitta fjölskylduna sem ég hafði ekki séð í langan tíma. Ég gæti verið í recovery þar, ég var ekkert að drífa mig heim þannig séð. Þeir buðu mér að taka fimm daga á Íslandi og ég þáði það.“

Vaknaði með verk í náranum
Hvernig komu þessi nárameiðsli upp?

„Þetta gerist smá skringilega, ég spila einhvern leik og allt gott að frétta. Ég vakna daginn eftir og finn til í náranum og hef aðeins verið að ströggla í tvær vikur með það. Það er allt á batavegi og um þessar mundir er ég að byrja að æfa með liðinu og að koma mér í gang.“

Fíaskóúrslit gegn GAIS
Öster náði í sjö stig í fyrstu þremur leikjunum en hefur tapað síðustu tveimur leikjum.

Hvernig lítur byrjunin á deildinni hjá Öster út frá þér séð?

„Við byrjuðum af krafti og vorum efstir eftir þrjár umferðir. Svo töpuðum við gegn GAIS í toppslag, það var meira fíaskóið hvernig sá leikurinn fór."

GAIS kom til baka úr stöðunni 0-2 með mörkum á 83., 90. og áttundu mínútu uppbótartima.

„Allir leikir eru 50:50 leikir í þessari deild. Við höfum tapað síðustu tveimur leikjum og núna er jafnstutt í toppsætið og botnsætið. Nokkra leikja sigurhrina og þá er allt í blóma en nokkra leikja taphrina og þá er allt í rugli, svo jafnt er þetta.“

Hvert er markmið Öster í deildinni?

„Við viljum gera betur en í fyrra. Við enduðum í 4. sæti og það eina betra sem er í boði er að fara upp eða komast í umspilið. Menn vilja klárlega ná því.“

Ekkert alltaf dans á rósum
Þú varst á bekknum í fyrstu leikjunum fyrir meiðslin, kom það þér á óvart?

„Auðvitað er maður mættur til að spila, allir vilja spila og það er í raun og veru oftar en ekki sem lífið í atvinnumennsku byrjar ekki sem einhver dans á rósum. Maður þarf að hafa fyrir hlutunum, þetta er langt mót og maður var farinn að banka allverulega á dyrnar þegar maður lendir í smá bakslagi."

„Stefnan er núna að koma sér inn í liðið eins fljótt og auðið er. Það þarf ekkert alltaf að vera heimsendir að díla við mótlæti. Það bara herðir mann og styrkir. Maður þarf þá að gera enn betur og það er stefnan,"
sagði Alex.

Næsti leikur Öster er gegn Helsingborg klukkan 15:00 í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner