Man Utd ætlar að bjóða 70 milljónir fyrir Wharton - Newcastle undirbýr tilboð í Raphinha - Murillo á óskalista Barcelona - Toney ekki á förum
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   sun 15. maí 2022 16:53
Stefán Marteinn Ólafsson
Hemmi Heiðars: Margt jákvætt en þeir voru sterkari þar sem það skipti máli
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV.
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eyjamenn heimsóttu hafnfirðingana í FH í dag þegar flautað var til leiks frá Kaplakrikavelli klukkan tvö í dag þegar 6.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína.

Bæði þessi lið höfðu farið heldur hægt af stað og voru vongóð um að sækja stig í þessum leik og Eyjamenn jafnvel að gæla við fyrsta sigurinn en svo varð ekki.


Lestu um leikinn: FH 2 -  0 ÍBV

„Þeir voru bara sterkari aðilinn í dag og þetta er bara hörku gott FH lið og voru bara betri og áttu þetta skilið." Sagði þjálfari eyjamanna, Hermann Hreiðarsson eftir leikinn í dag.

„Það var margt jákvætt í okkar leik en þeir voru hættulegri og komust í betri færi. Við vorum kannski ekki alveg nógu grimmir á síðasta þriðjung en eins og ég segi þá var margt jákvætt en þeir voru sterkari þar sem það skipti máli."

Eyjamenn komust oft í góðar stöður en vantaði örlítið upp á gæðin á síðasta þriðjung til þess að klára sóknirnar.

„Já við komumst einmitt í fínar stöður og í færi í rauninni en náum ekki að gera okkur mat úr því og það er nátturlega fúlt því það var marg jákvætt." 

Athygli vakti að ÍBV byrjaði með Guðjón Orra í markinu í dag í stað Halldórs Páls sem hefur varið mark ÍBV í öllum leikjum mótsins til þessa.

„Það er hörku samkeppni og Guðjón verið frábær á æfingum þannig við eigum bara tvo frábæra markmenn sem eiga báðir skilið að spila. Það er bara aðeins verið að prufa sig áfram."

Nánar er rætt við Hermann Hreiðarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir