Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   sun 15. maí 2022 16:53
Stefán Marteinn Ólafsson
Hemmi Heiðars: Margt jákvætt en þeir voru sterkari þar sem það skipti máli
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV.
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eyjamenn heimsóttu hafnfirðingana í FH í dag þegar flautað var til leiks frá Kaplakrikavelli klukkan tvö í dag þegar 6.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína.

Bæði þessi lið höfðu farið heldur hægt af stað og voru vongóð um að sækja stig í þessum leik og Eyjamenn jafnvel að gæla við fyrsta sigurinn en svo varð ekki.


Lestu um leikinn: FH 2 -  0 ÍBV

„Þeir voru bara sterkari aðilinn í dag og þetta er bara hörku gott FH lið og voru bara betri og áttu þetta skilið." Sagði þjálfari eyjamanna, Hermann Hreiðarsson eftir leikinn í dag.

„Það var margt jákvætt í okkar leik en þeir voru hættulegri og komust í betri færi. Við vorum kannski ekki alveg nógu grimmir á síðasta þriðjung en eins og ég segi þá var margt jákvætt en þeir voru sterkari þar sem það skipti máli."

Eyjamenn komust oft í góðar stöður en vantaði örlítið upp á gæðin á síðasta þriðjung til þess að klára sóknirnar.

„Já við komumst einmitt í fínar stöður og í færi í rauninni en náum ekki að gera okkur mat úr því og það er nátturlega fúlt því það var marg jákvætt." 

Athygli vakti að ÍBV byrjaði með Guðjón Orra í markinu í dag í stað Halldórs Páls sem hefur varið mark ÍBV í öllum leikjum mótsins til þessa.

„Það er hörku samkeppni og Guðjón verið frábær á æfingum þannig við eigum bara tvo frábæra markmenn sem eiga báðir skilið að spila. Það er bara aðeins verið að prufa sig áfram."

Nánar er rætt við Hermann Hreiðarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir