Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 15. maí 2022 16:53
Stefán Marteinn Ólafsson
Hemmi Heiðars: Margt jákvætt en þeir voru sterkari þar sem það skipti máli
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV.
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eyjamenn heimsóttu hafnfirðingana í FH í dag þegar flautað var til leiks frá Kaplakrikavelli klukkan tvö í dag þegar 6.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína.

Bæði þessi lið höfðu farið heldur hægt af stað og voru vongóð um að sækja stig í þessum leik og Eyjamenn jafnvel að gæla við fyrsta sigurinn en svo varð ekki.


Lestu um leikinn: FH 2 -  0 ÍBV

„Þeir voru bara sterkari aðilinn í dag og þetta er bara hörku gott FH lið og voru bara betri og áttu þetta skilið." Sagði þjálfari eyjamanna, Hermann Hreiðarsson eftir leikinn í dag.

„Það var margt jákvætt í okkar leik en þeir voru hættulegri og komust í betri færi. Við vorum kannski ekki alveg nógu grimmir á síðasta þriðjung en eins og ég segi þá var margt jákvætt en þeir voru sterkari þar sem það skipti máli."

Eyjamenn komust oft í góðar stöður en vantaði örlítið upp á gæðin á síðasta þriðjung til þess að klára sóknirnar.

„Já við komumst einmitt í fínar stöður og í færi í rauninni en náum ekki að gera okkur mat úr því og það er nátturlega fúlt því það var marg jákvætt." 

Athygli vakti að ÍBV byrjaði með Guðjón Orra í markinu í dag í stað Halldórs Páls sem hefur varið mark ÍBV í öllum leikjum mótsins til þessa.

„Það er hörku samkeppni og Guðjón verið frábær á æfingum þannig við eigum bara tvo frábæra markmenn sem eiga báðir skilið að spila. Það er bara aðeins verið að prufa sig áfram."

Nánar er rætt við Hermann Hreiðarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner