Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. maí 2022 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Marsch: Þetta er sálfræðilegt stríð
Mynd: Getty Images

Jesse Marsch og lærisveinar hans í Leeds United eru í bullandi fallbaráttu og nældu sér í dýrmætt stig með 1-1 jafntefli gegn Brighton í dag.


Stigið fleytir Leeds af fallsvæðinu en Burnley er aðeins einu stigi á eftir og með leik til góða, á útivelli gegn Aston Villa.

„Baráttuandinn bjargaði okkur í dag, þrjóskan sem við sýnum þegar við erum með bakið upp við vegg er mögnuð og við náðum í þetta stig með þrjósku og baráttu," sagði Marsch eftir jafnteflið.

„Það er týpískt að við fáum dauðafæri en skotið endar í andlitinu á fyrirliðanum okkar. Þá hefðum við komist 1-0 yfir og leikurinn hefði spilast allt öðruvísi. Við vorum ekki nógu góðir á boltanum í dag en við vorum hættulegir í seinni hálfleik og óheppnir að ná ekki í sigur."

Marsch er augljóslega hrifinn af baráttuandanum í Leeds og það á ekki aðeins við um í leikmannahópinum.

„Allir í borginni vilja að við finnum leið til að bjarga okkur frá falli. Ég fór út að borða í fyrrakvöld og labbandi niður götuna heyrði ég 15 til 20 manns kalla á eftir mér að þau stæðu með mér og að ég þyrfti að halda í trúna. Þetta er fallegt, við þurfum öll á stuðningi að halda. Ég vona að stuðningsmenn séu duglegir að hvetja leikmenn þegar þeir sjá þá úti á götu. Við þurfum alla þá jákvæðu orku sem býðst, við erum að leggja allt í þetta."

Leeds heimsækir Brentford í lokaumferð úrvalsdeildartímabilsins.

„Þetta er sálfræðilegt stríð, við erum með stigið en þeir eiga leik inni. Ég held það sé erfiðara að eiga leik inni þegar þú verður að ná í úrslit. Það mikilvægasta er að halda andlegum styrk og mæta inn í næstu helgi í fullkomnu ástandi bæði andlega og líkamlega. Við verðum að mæta þannig strax frá fyrstu mínútu, við lendum alltof oft í því að grafa okkur ofan í holu sem við komumst svo ekki upp úr."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner