Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   mið 15. maí 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aðstoðarmaður Klopp tekur við Salzburg (Staðfest)
Pep Lijnders.
Pep Lijnders.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pep Lijnders hefur verið ráðinn aðalþjálfari Salzburg í Austurríki en þetta var tilkynnt núna fyrir stuttu.

Lijnders hefur starfað fyrir Liverpool frá 2014. Fyrst var hann þjálfari U16 liðsins en síðustu árin hefur hann verið aðstoðarþjálfari Jurgen Klopp og starfað náið með honum. Klopp er að hætta sem stjóri Liverpool í sumar og fer Lijnders með honum.

Lijnders hefur núna skrifað undir þriggja ára samning við Salzburg en hann tekur við liðinu í sumar.

Gerhard Struber var rekinn frá Salzburg í síðasta mánuði og er félagið núna búið að finna nýjan aðalþjálfara.

Lijnders hefur einnig verið orðaður við Ajax í heimalandi sínu og við Besiktas í Tyrklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner