Ásmundur Arnarsson hafði yfir litlu að gleðjast þegar Fylkir tapaði 0-2 fyrir Stjörnunni í Árbænum í kvöld. Fylkir hafa ekki unnið leik í deildinni síðan þeir unnu Keflavík 25.maí og viðurkennir Ásmundur að krísa sé að gera vart við sig.
„Auðvitað er krísa ef við vinnum ekki leiki," sagði Ásmundur í samtali við Fótbolta.net.
„Auðvitað er krísa ef við vinnum ekki leiki," sagði Ásmundur í samtali við Fótbolta.net.
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 2 Stjarnan
„Mér fannst við vera lengst af betri í þessum leik, vorum ofan á í flestum atriðum og náðum að skapa okkur nokkur hálfsénsa en mér fannst við vera betri aðilinn, svo færum við þeim bara mark á silfurfati, algjör gjöf."
„Þetta voru gríðarlega svekkjandi úrslit í dag, því mér fannst við leggja mikið í leikinn, nógu mikið til að fá eitthvað út úr honum en við þurfum að spíta í lófana til að ná í úrslit, um það snýst þetta," sagði Ási.
Athugasemdir