Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. júní 2022 13:32
Elvar Geir Magnússon
Alfreð fær samning sinn ekki endurnýjaðan hjá Augsburg
Mynd: Getty Images
Þýska úrvalsdeildarfélagið Augsburg hefur tilkynnt að samningur íslenska sóknarmannsins Alfreðs Finnbogasonar verði ekki framlengdur.

Það er því ljóst að Alfreð yfirgefur Augsburg í sumar og mun finna sér nýja vinnuveitendur.

Alfreð er 33 ára en hann gat aðeins spilað tíu leiki í deildinni á liðnu tímabili, hann hefur verið mikið á meiðslalistanum síðustu ár. Hann skoraði tvö mörk á tímabilinu.

Alfreð hefur leikið 61 landsleik fyrir Ísland og skorað 15 mörk. Hann hefur ekki leikið landsleik síðan 2020.

Alfreð hefur verið hjá Augsburg síðan 2016 þegar hann gekk í raðir félagsins frá Real Sociedad.




Athugasemdir
banner
banner
banner