mið 15. júní 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 2. deild: Drulluflottur og smellpassar inn í þetta lið
Dimitrije Cokic (Ægir)
Cokic í leik gegn Magna.
Cokic í leik gegn Magna.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Leikmaður sjöttu umferðar í 2. deild - í boði ICE - er Dimitrije Cokic, leikmaður Ægis.

Cokic er 26 ára gamall Serbi sem skoraði bæði mörk Ægis í 2-1 sigri gegn Völsungi.

„Langstærsti leikur umferðarinnar og hann skorar bæði mörk liðsins í sigri. Hann átti frábæran leik fyrir utan mörkin sem eru alls orðin fjögur í sex leikjum og hann er búinn að vera frábær á þessu tímabili eins og í fyrra," sagði Sverrir Mar Smárason um Cokic í Ástríðunni.

„Fjögur mörk í sex leikjum, þetta er 45% af mörkum Ægis í sumar. Drulluflottur og smellpassar inn í þetta lið," sagði Gylfi Tryggvason.

í fyrra skoraði Cokic tvö mörk í 21 leik í 3. deildinni. Mörkin eru alls orðin sex í 27 deildarleikjum. Ægir er í 2. sæti deildarinnar með jafnmörg stig og topplið Njarðvík.

Hægt er að hlusta á Ástríðuna í spilaranum neðst í fréttinni eða í öllum hlaðvarpsveitum

Sjöunda umferðin:
fimmtudagur 16. júní
19:15 Reynir S.-Þróttur R. (BLUE-völlurinn)

föstudagur 17. júní
16:00 Völsungur-Njarðvík (PCC völlurinn Húsavík)

laugardagur 18. júní
14:00 Ægir-KF (Þorlákshafnarvöllur)
14:00 Haukar-Höttur/Huginn (Ásvellir)
14:00 KFA-ÍR (Fjarðabyggðarhöllin)
16:00 Víkingur Ó.-Magni (Ólafsvíkurvöllur)

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Chico (ÍR)
2. umferð - Magnús Þórir Matthíasson (Njarðvík)
3. umferð - Kristófer Óskar Óskarsson (Magni)
4. umferð - Sævar Gylfason (KF)
5. umferð - Izaro (Þróttur)
Ástríðan - 6. umferð - Línur skýrast aldrei í 3. deild og Ægir fékk á sig mark
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner