Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 15. júní 2022 22:22
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea hafnar fyrsta lánstilboði Inter í Lukaku
Romelu Lukaku
Romelu Lukaku
Mynd: Getty Images
Enska félagið Chelsea hefur hafnað fyrsta lánstilboði Inter í belgíska framherjann Romelu Lukaku. Ítalski félagaskiptasérfræðingurinn, Fabrizio Romano, greinir frá.

Lukaku snéri aftur til Chelsea fyrir síðasta tímabil, staðráðinn í að sýna stuðningsmönnum félagsins að hann væri nú með allan pakkann.

Það var alls ekki raunin. Chelsea borgaði um það bil 100 milljónir punda fyrir hann og var fyrsta tímabil hans mikil vonbrigði. Hann gerði aðeins 8 deildarmörk og var byrjaður að finna sér sæti á bekknum þegar það leið á tímabilið.

Framherjinn vill halda aftur til Inter og lagði ítalska félagið fram lánstilboð í hann í dag. Inter bauð Chelsea 5 milljónir evra til að taka hann á láni en því var hafnað.

Félögin munu halda áfram að ræða saman á næstu dögum en Lukaku er ákveðinn í því að fara frá Chelsea.

Lukaku var magnaður hjá Inter á tveimur árum hans þar og gerði 64 mörk í 95 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner