banner
   mið 15. júní 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: RÚV 
Elín Metta bjartsýn á að meiðslin séu ekki alvarleg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Elín Metta Jensen þurfti að fara af velli vegna meiðsla í gær þegar hennar lið, Valur, mætti Selfossi í Bestu deild kvenna.

Elín hefur ekki miklar áhyggjur af meiðslunum en hún ræddi við RÚV í dag.

„Þetta var slæmt högg sem ég fékk á nárasvæðið og ég stífnaði öll upp. En þetta er miklu betra í dag og ég er nokkuð bjartsýn á að þetta séu ekki alvarleg meiðsli. Ég ætla að hvíla í dag en svo eru bara æfingar um helgina," sagði Elín við RÚV.

„Það er alltaf slæmt að fá svona högg og stundum er það á þannig stöðum að það verður erfitt að sparka í boltann, en þetta er bara mar sem ég vona að muni jafna sig fljótt þó þetta hafi ekki litið vel út,“ bætti Elín við.

Valur vann 0-1 útisigur á Selfossi í gær og síðasti leikur liðsins fyrir EM er gegn Þrótti á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner