Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 15. júní 2022 20:54
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vísir.is 
Hemmi Hreiðars um Heimi: Komum til með að nýta okkur þann viskubrunn
Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, segir að Heimir Hallgrímsson verði honum innan handar í sumar, en þetta staðfestir hann við Vísi eftir 3-0 tapið gegn Víkingum í dag.

Það vakti sérstaka athygli að sjá Heimi á skýrslu Eyjamanna í kvöld en hann hætti með Al Arabi á síðasta ári og hefur verið án starfs síðan.

Hann var orðaður við þjálfarastöðuna hjá Val á dögunum en hann neitaði því að vera í viðræðum og að hann væri ekki að taka við liðinu af Heimi Guðjónssyni.

Heimir var svo mættur á bekkinn hjá Eyamönnum í kvöld og var Hermanni Hreiðarssyni innan handar. Hermann segir það þægilegt að vera með þennan fyrrum þjálfara íslenska karlalandsliðsins í liðsstjórninni.

„Heimir er Eyjamaður í húð og hár. Hann vill styðja við bakið á okkur. Það er stórkostlegt að hafa Heimi hjá okkur og hann vill leggja sitt af mörkum og vera innan handar sem er frábært og við komum til með að nýta okkur þann viskubrunn," sagði Hermann við Vísi eftir leikinn.

Sjá einnig:
Heimir Hallgríms á skýrslu hjá Eyjamönnum - „Hættur í Val?"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner