Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
   mið 15. júní 2022 22:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steinar Þorsteins: Ég hélt að þetta væri víti
Steinar Þorsteinsson
Steinar Þorsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steinar Þorsteinsson átti toppleik er ÍA gerði 3-3 jafntefli við KR á Meistaravöllum í Bestu deild karla í kvöld en hann skoraði og lagði upp í leiknum.

Lestu um leikinn: KR 3 -  3 ÍA

Svekkelsið var mikið er Alex Davey kom boltanum í eigið net í uppbótartíma og tryggði þannig KR stig en Skagamenn höfðu skilað afar flottri frammistöðu í leiknum.

Steinar var því skiljanlega súr yfir niðurstöðunni en hann telur að KR hafi ekki átt að fá aukaspyrnuna í aðdraganda jöfnunarmarksins þegar Guðmundur Tyrfingsson braut á Kristni Jónssyni.

„Þetta var gríðarlega svekkjandi. Ég hélt við værum með þetta, vorum búnir að loka á þá og hélt þeir myndu aldrei skora en það gerðist."

„Hann snertir hann ekki. Hann er að reyna að brjóta á honum en hann snertir hann ekki. Gummi snertir ekki leikmanninn, þannig ég veit það ekki,"
sagði Steinar.

Annars var hann nokkuð sáttur við frammistöðuna og segir þetta besta leikinn til þessa í sumar.

„Heilt yfir var þetta besti leikurinn okkar. Við skoruðum þrjú mörk, loksins."

Steinar vildi fá vítaspyrnu í síðari hálfleiknum en það atvik átti sér stað stuttu eftir fyrsta mark Skagamanna. Kristinn þrumaði þá Steinar niður í teignum en ekkert var dæmt.

„Mér finnst hann alla vega fara í mig og aðrir leikmenn sögðu það líka. Ég þarf að sjá þetta betur sjálfur en ég hélt þetta væri víti," sagði Steinar ennfremur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner