Steinar Þorsteinsson átti toppleik er ÍA gerði 3-3 jafntefli við KR á Meistaravöllum í Bestu deild karla í kvöld en hann skoraði og lagði upp í leiknum.
Lestu um leikinn: KR 3 - 3 ÍA
Svekkelsið var mikið er Alex Davey kom boltanum í eigið net í uppbótartíma og tryggði þannig KR stig en Skagamenn höfðu skilað afar flottri frammistöðu í leiknum.
Steinar var því skiljanlega súr yfir niðurstöðunni en hann telur að KR hafi ekki átt að fá aukaspyrnuna í aðdraganda jöfnunarmarksins þegar Guðmundur Tyrfingsson braut á Kristni Jónssyni.
„Þetta var gríðarlega svekkjandi. Ég hélt við værum með þetta, vorum búnir að loka á þá og hélt þeir myndu aldrei skora en það gerðist."
„Hann snertir hann ekki. Hann er að reyna að brjóta á honum en hann snertir hann ekki. Gummi snertir ekki leikmanninn, þannig ég veit það ekki," sagði Steinar.
Annars var hann nokkuð sáttur við frammistöðuna og segir þetta besta leikinn til þessa í sumar.
„Heilt yfir var þetta besti leikurinn okkar. Við skoruðum þrjú mörk, loksins."
Steinar vildi fá vítaspyrnu í síðari hálfleiknum en það atvik átti sér stað stuttu eftir fyrsta mark Skagamanna. Kristinn þrumaði þá Steinar niður í teignum en ekkert var dæmt.
„Mér finnst hann alla vega fara í mig og aðrir leikmenn sögðu það líka. Ég þarf að sjá þetta betur sjálfur en ég hélt þetta væri víti," sagði Steinar ennfremur.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir