Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
   mið 15. júní 2022 22:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steinar Þorsteins: Ég hélt að þetta væri víti
Steinar Þorsteinsson
Steinar Þorsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steinar Þorsteinsson átti toppleik er ÍA gerði 3-3 jafntefli við KR á Meistaravöllum í Bestu deild karla í kvöld en hann skoraði og lagði upp í leiknum.

Lestu um leikinn: KR 3 -  3 ÍA

Svekkelsið var mikið er Alex Davey kom boltanum í eigið net í uppbótartíma og tryggði þannig KR stig en Skagamenn höfðu skilað afar flottri frammistöðu í leiknum.

Steinar var því skiljanlega súr yfir niðurstöðunni en hann telur að KR hafi ekki átt að fá aukaspyrnuna í aðdraganda jöfnunarmarksins þegar Guðmundur Tyrfingsson braut á Kristni Jónssyni.

„Þetta var gríðarlega svekkjandi. Ég hélt við værum með þetta, vorum búnir að loka á þá og hélt þeir myndu aldrei skora en það gerðist."

„Hann snertir hann ekki. Hann er að reyna að brjóta á honum en hann snertir hann ekki. Gummi snertir ekki leikmanninn, þannig ég veit það ekki,"
sagði Steinar.

Annars var hann nokkuð sáttur við frammistöðuna og segir þetta besta leikinn til þessa í sumar.

„Heilt yfir var þetta besti leikurinn okkar. Við skoruðum þrjú mörk, loksins."

Steinar vildi fá vítaspyrnu í síðari hálfleiknum en það atvik átti sér stað stuttu eftir fyrsta mark Skagamanna. Kristinn þrumaði þá Steinar niður í teignum en ekkert var dæmt.

„Mér finnst hann alla vega fara í mig og aðrir leikmenn sögðu það líka. Ég þarf að sjá þetta betur sjálfur en ég hélt þetta væri víti," sagði Steinar ennfremur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir