
Hans Viktor Guðmundsson fyrirliði Fjölnis reyndist hetja leiksins þegar Fjölnir lagði Grindavík 1-0 á Stakkavíkurvellinum í Grindavík í kvöld en Hans var öflugur í vörn Fjölnis auk þess sem hann skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik sem dugði til að tryggja gestunum stigin þrjú.
Lestu um leikinn: Grindavík 0 - 1 Fjölnir
„Tilfinningin er bara mjög góð, þrjú stig, mjög mikilvæg stig á móti öflugu liði á útivelli sem er bara geðveikt.“
Sagði Hansi um tilfinninguna að leik loknum,
Grasvöllurinn í Grindavík er allur að koma til eftir erfitt vor en aðstæður voru þó ekki fullkomnar. Um upplegg Fjölnismanna í leiknum sagði Hansi.
„Við ætluðum að meta völlinn, þetta er allt í lagi völlur miðað við aðra velli. Svo ætluðum við bara að meta hvað við myndum gera þegar við kæmum inn í leikinn hvort við værum að fara að spila eða fara langt. Við erum með allskonar upplegg og þurfum bara að aðlaga okkur eftir vellinum.“
Hans gerði eins og áður segir eina mark leiksins þegar hann böðlaði sig í gegnum vörn Grindavíkur og skoraði af markteig úr opnum leik miðvörðurinn sjálfur. Mörg svona mörk sem hann hefur skorað í Meistaraflokki?
„Nei það held ég ekki, ég held að þetta sé sennilega það fyrsta.“ Sagði Hans og bætti við aðspurður hvernig honum hafi dottið þetta í hug?
„Ég er að vinna boltann þarna og sé bara Hákon og sendi á hann, sé tækifæri á að halda svo bara áfram og það gekk upp. “
Sagði Hans en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir