Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   fim 15. júní 2023 23:10
Sverrir Örn Einarsson
Hans Viktor: Sé tækifæri á að halda svo bara áfram og það gekk upp
Lengjudeildin
Hans Viktor var hetja Fjölnismanna gegn Grindavík
Hans Viktor var hetja Fjölnismanna gegn Grindavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hans Viktor Guðmundsson fyrirliði Fjölnis reyndist hetja leiksins þegar Fjölnir lagði Grindavík 1-0 á Stakkavíkurvellinum í Grindavík í kvöld en Hans var öflugur í vörn Fjölnis auk þess sem hann skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik sem dugði til að tryggja gestunum stigin þrjú.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  1 Fjölnir

„Tilfinningin er bara mjög góð, þrjú stig, mjög mikilvæg stig á móti öflugu liði á útivelli sem er bara geðveikt.“
Sagði Hansi um tilfinninguna að leik loknum,

Grasvöllurinn í Grindavík er allur að koma til eftir erfitt vor en aðstæður voru þó ekki fullkomnar. Um upplegg Fjölnismanna í leiknum sagði Hansi.

„Við ætluðum að meta völlinn, þetta er allt í lagi völlur miðað við aðra velli. Svo ætluðum við bara að meta hvað við myndum gera þegar við kæmum inn í leikinn hvort við værum að fara að spila eða fara langt. Við erum með allskonar upplegg og þurfum bara að aðlaga okkur eftir vellinum.“

Hans gerði eins og áður segir eina mark leiksins þegar hann böðlaði sig í gegnum vörn Grindavíkur og skoraði af markteig úr opnum leik miðvörðurinn sjálfur. Mörg svona mörk sem hann hefur skorað í Meistaraflokki?

„Nei það held ég ekki, ég held að þetta sé sennilega það fyrsta.“ Sagði Hans og bætti við aðspurður hvernig honum hafi dottið þetta í hug?

„Ég er að vinna boltann þarna og sé bara Hákon og sendi á hann, sé tækifæri á að halda svo bara áfram og það gekk upp. “

Sagði Hans en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir