Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   fös 15. ágúst 2025 17:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Svona er fyrsta byrjunarlið Liverpool á tímabilinu
Hugo Ekitike er fremstur
Hugo Ekitike er fremstur
Mynd: EPA
Veislan er að fara af stað. Englandsmeistarar Liverpool hefur leik í úrvalsdeildinni á Anfield í kvöld þar sem Bournemouth kemur í heimsókn.

Það er ein breytiing á liði Liverpool sem tapaði gegn Crystal Palace í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Curtis Jones sest á bekkinn og Alexis Mac Allister kemur inn í liðið. Ryan Gravenberch er í banni.

Nýju mennirnir Florian Wirtz, Jeremie Frimpong, Hugo Ekitike og Milos Kerkez eru í byrjunarliðinu. Kerkez mætir sínum gömlu félögum sem mæta með mjög breytt lið.

Bournemouth missti marga varnarsinnaða menn í sumar. Djordje Petrovic er meðal annars í markinu en hann kom frá Chelsea. Þá eru Adrien Truffert og Bafode Diakite einnig nýir leikmenn sem byrja.

Liverpool: Alisson, Frimpong, Van Dijk, Konate, Kerkez, Mac Allister, Szoboszlai, Wirtz, Gakpo, Salah, Ekitike.
Varamenn: Mamardashvili, Gomez, Endo, Chiesa, Jones, Elliott, Robertson, Nyoni, Ngumoha.

Bournemouth: Petrovic, Smith, Diakite, Senesi, Truffert, Adams, Scott, Brooke, Tavernier, Semenyo, Evanilson.
Athugasemdir
banner