Englandsmeistarar Liverpool hefja leik á nýju tímabili í úrvalsdeildinni í kvöld þegar Bournemouth kemur í heimsókn á Anfield.
Diogo Jota lést í bílslysi ásamt bróður sínum Andre Silva í síðasta mánuði. Arne Slot ræddi um áhrifin sem það hafði á hópinn fyrir leikinn í kvöld.
Diogo Jota lést í bílslysi ásamt bróður sínum Andre Silva í síðasta mánuði. Arne Slot ræddi um áhrifin sem það hafði á hópinn fyrir leikinn í kvöld.
„Hópurinn er á miklu betri stað en ég bjóst við fyrir fimm til sex vikum síðan. Þá hugsaði maður hvort það væri möguleiki að spila aftur og hvort maður gæti komið þeim af stað. Eins og ég hef oft sagt þá hafa þeir staðið sig ótrúlega vel eftir að við heyrðum fréttirnar fyrst," sagði Slot.
„Þeir voru frábærir á alla vegu, sem manneskjur en einnig áttuðu þeir sig á því að þeir þurftu að vera fótboltamenn aftur svo við þurftum að leggja hart að okkur og þeir gerðu það."
A tribute to Diogo Jota ?? pic.twitter.com/vdazuJeXUK
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 15, 2025
Athugasemdir