Arsenal vill Williams og Merino - Sancho eftirsóttur - Trent vill vera áfram
   lau 15. júní 2024 22:45
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Ítalíu og Albaníu: Chiesa og Barella bestir
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Eurosport fylgist náið með framvindu mála á Evrópumótinu sem er í gangi þessa dagana.

Ítalía vann endurkomusigur gegn Albaníu í lokaleik dagsins þar sem ríkjandi meistarar lentu undir snemma leiks en náðu að sigra 2-1.

Sóknarmaðurinn Federico Chiesa var valinn sem besti leikmaður vallarins af tæknilegri nefnd UEFA en í einkunnagjöf Eurosport var miðjumaðurinn Nicoló Barella bestur.

Allir leikmenn Ítalíu sýndu flotta frammistöðu í dag og þá fá leikmenn Albaníu einnig furðu góðar einkunnir miðað við að hafa tapað leiknum.

Barella fær 9 í einkunn á meðan Chiesa, Lorenzo Pellegrini, Davide Frattesi, Alessandro Bastoni og Giovanni Di Lorenzo fá allir 8 fyrir sinn þátt.

Í liði Albaníu fá allir 7 í einkunn nema markvörðurinn Thomas Strakosha og miðjumaðurinn Nedim Bajrami sem skoraði eftir 23 sekúndur.

Ítalía: Donnarumma 7, Di Lorenzo 8, Calafiori 7, Bastoni 8, Dimarco 7, Barella 9, Jorginho 7, Frattesi 8, Pellegrini 8, Chiesa 8, Scamacca 7.
Varamenn: Cambiaso 6, Cristante 6

Albanía: Strakosha 8, Hysaj 7, Ajeti 7, Djimsiti 7, Mitaj 7, Asllani 7, Ramadani 7, Bajrami 8, Asani 7, Broja 7, Seferi 7.
Varamenn: Laci 6, Hoxha 6, Manaj 6
Athugasemdir
banner
banner