Kristófer Sigurgeirsson, þjálfari Leiknis R. var að vonum kátur eftir sigur sinna manna gegn Keflavík í dag. Fyrir leikinn hafði Keflavík unnið sex leiki í röð.
„Þetta er frábært. Keflavík búið að vera heitasta liðið og búið að vinna sex leiki í röð. En við náðum upp bikarstemmningu í dag og klárum þetta ótrúlega vel," sagði Kristófer.
Með sigrinum komst Leiknir upp í efri hlutann á Inkasso-deildinni en liðið er í 6. sæti. Leiknismenn vilja vera í efri hlutanum.
„Það er búið að vera hálfpirrandi hvað við höfum verið neðarlega. Maður vill ekkert vera að horfa niður fyrir sig, manni langar að horfa upp og færast aðeins ofar."
Kristján Páll þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla. Kristófer vonast eftir því að hann verði fljótur að ná sér.
„Þetta var eitthvað högg. Ég er enginn læknir en sjúkraþjálfarinn sagði að þetta ætti ekki að vera lengi."
Kristófer var nokkuð ánægður með spilamennskuna hjá sínum mönnum í dag.
„Spilamennskan var að mörgu leyti góð. Að halda aftur af þeim er ansi tricky. Þeir eru með geggjaða miðjumenn og vinstri vængurinn sérstaklega hættulegur en mér fannst við leysa það nokkuð vel."
„Þetta er frábært. Keflavík búið að vera heitasta liðið og búið að vinna sex leiki í röð. En við náðum upp bikarstemmningu í dag og klárum þetta ótrúlega vel," sagði Kristófer.
Með sigrinum komst Leiknir upp í efri hlutann á Inkasso-deildinni en liðið er í 6. sæti. Leiknismenn vilja vera í efri hlutanum.
„Það er búið að vera hálfpirrandi hvað við höfum verið neðarlega. Maður vill ekkert vera að horfa niður fyrir sig, manni langar að horfa upp og færast aðeins ofar."
Kristján Páll þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla. Kristófer vonast eftir því að hann verði fljótur að ná sér.
„Þetta var eitthvað högg. Ég er enginn læknir en sjúkraþjálfarinn sagði að þetta ætti ekki að vera lengi."
Kristófer var nokkuð ánægður með spilamennskuna hjá sínum mönnum í dag.
„Spilamennskan var að mörgu leyti góð. Að halda aftur af þeim er ansi tricky. Þeir eru með geggjaða miðjumenn og vinstri vængurinn sérstaklega hættulegur en mér fannst við leysa það nokkuð vel."
Athugasemdir