Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 15. júlí 2020 08:40
Elvar Geir Magnússon
Þessir eru á sölulista Man Utd
Powerade
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Manchester liðin tvö eru áberandi á slúðursíðunum þennan miðvikudaginn.

Paris Saint-Germain hefur áhuga á Marcus Rashford (22), sóknarmanni Manchester United, og íhugar að gera 100 milljóna punda tilboð í leikmanninn. (Daily Star)

Rashford mun fá æðstu orðu háskólans í Manchester fyrir baráttu sína fyrir fríum skólamáltíðum handa börn sem eru frá fátækum fjölskyldum. (Sky Sports)

Manchester United er tilbúið að hlusta á tilboð í Alexis Sanchez, Chris Smalling, Marcos Rojo, Phil Jones, Jesse Lingard og Diogo Dalot en félagið vill fá pening inn til að fjármagna leikmannakaup. (Daily Telegraph)

Manchester United hefur áhuga á Mikel Oyarzabal (23), vængmanni Real Sociedad. Grannarnir í Manchester City hafa einnig haft augastað á honum. (The Sun)

Manchester City mun bjóða Pep Guardiola stóran nýjan langtímasamning eftir að Meistaradeildarbannið var fellt úr gildi. (Mirror)

Guardiola mun fá um 150 milljónir punda til að styrkja leikmannahóp City. (Guardian)

Senegalski varnarmaðurinn Kalidou Koulibaly (29) hjá Napoli gæti verið maðurinn sem Guardiola kaupir til að endurbyggja vörn City. (Telegraph)

Argentínski framherjinn Lautaro Martínez (22) hjá Inter, austurríski varnarmaðurinn David Alaba (28) hjá Bayern München og spænski framherjinn Ferran Torres (20) hjá Valencia eru allir orðaðir við Manchester City. (Mail)

Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, útilokar að brasilíski framherjinn Neymar (28) snúi aftur til félagsins frá Paris St-Germain. Hann segir að félagið sé að íhuga að gera tilboð í Lautaro Martínez hjá Inter. (Mundo Deportivo)

Real Madrid bindur vonir við að Kylian Mbappe (21) muni vera í viðræðum um skipti til félagsins frá Paris St-Germain innan árs. (Marca)

Liverpool vill selja Dejan Lovren (31). (Goal)

Nice hefur gert tilboð í spænska miðjumanninn Rony Lopes hjá Sevilla. (RMC Sport)

Íþróttastjóri Norwich City, Stuart Webber, segir að tilboð í bestu ungu leikmenn félagsins í sumar byrji á 20 milljónum punda á haus. (Norwich Evening News)

Brentford hefur áhuga á írska vængmanninum Ronan Curtis (24) til að fylla skarð Said Benrahma (24) ef Alsíringurinn fer frá félaginu. (The News)

Svo gæti farið að hollenski varnarmaðurinn Nathan Ake (25) muni ekki spila meira með Bournemouth á tímabilinu vegna nárameiðsla. (Bournemouth Echo)
Athugasemdir
banner
banner