Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 15. júlí 2021 10:28
Innkastið
Kórdrengir gerðu tilboð í Pétur Theodór
Lengjudeildin
Pétur Theodór Árnason.
Pétur Theodór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kórdrengir gerður tilboð í markahæsta leikmann Lengjudeildarinnar, Pétur Theodór Árnason. Um þetta var rætt í Innkastinu á Fótbolta.net.

Kórdrengir, sem eru með í baráttunni um annað sætið í Lengjudeildinni, eru í framherjaleit eftir að Albert Brynjar Ingason meiddist illa.

„Þeir ætla að reyna að leysa hann af með Pétri Theódór. Voruð þið búnir að heyra þetta? Að Kórdrengir hafi hent tilboði upp á nokkrar milljónir króna á Gróttuna," segir Tómas Þór í Innkastinu.

Sagan segir að tilboðinu hafi verið hafnað en Pétur ku vera á leið í Breiðablik.

Pétur Theodór er markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar með þrettán mörk og var að sjálfsögðu valinn í úrvalslið umferða 1-11 í deildinni.

Mikill áhugi er á leikmanninum. Fótbolti.net greindi frá því nýlega að það væri nánast frágengið að hann myndi fara í Breiðablik og er enn talið að hann muni klæðast grænu treyjunni.
Innkastið - Skelfilegir Skagamenn og FH daðrar við fallsæti
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner