Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   fös 15. júlí 2022 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crewe
Íris með á æfingunni - „Það var ekkert vafamál"
Icelandair
Íris Dögg á æfingunni í dag.
Íris Dögg á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Íris Dögg Gunnarsdóttir er mætt til Englands til móts við íslenska landsliðið.

Hún var með á æfingu liðsins í Crewe í dag. Þetta er hennar fyrsta verkefni með A-landsliðinu.

Íris Dögg, sem er 33 ára gömul og markvörður Þróttar, var kölluð inn í hópinn fyrir Telmu Ívarsdóttur í gær. Telma er meidd og er óvíst hvenær hún snýr til baka.

„Það er ekki hægt að setja nákvæman tímaramma á þetta en ekki er um alvarleg meiðsli að ræða. Tímaramminn er óviss," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á æfingu liðsins í Crewe í dag.

Telma, sem er á sínu fyrsta stórmóti, varð fyrir hnémeiðslum á æfingu á dögunum. Hún er annar markvörðurinn sem meiðist á mótinu en Cecilía Rán Rúnarsdóttir meiddist fyrir fyrsta leik Íslands gegn Belgíu.

Íris er fimmti markvörðurinn sem kemur inn í hóp Íslands.

„Hún var fyrsti kostur og það var ekkert vafamál hjá okkur að hún var næst inn. Íris er með reynslu og hefur verið að spila vel með Þrótti. Ég treysti henni til að koma inn með góða strauma hingað."

Ísland leikur sinn lokaleik í riðlinum gegn Frakklandi á mánudaginn.
Steini hefur fulla trú á sigri en segir umræðuna „sérstaka"
Athugasemdir
banner
banner
banner