Arsenal gefst upp á Nico Williams - Fabio Vieira aftur til Porto - Brighton nær samkomulagi við Fenerbahce - Greenwood skiptir um landslið
   mán 15. júlí 2024 17:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: DV | Chess After Dark 
„Menn geta ekki hent svona fram án þess að kynna sér málin aðeins betur"
Magni Fannberg leikgreindi lið Tyrklands fyrir A-landslið karla í undankeppni EM 2020.
Magni Fannberg leikgreindi lið Tyrklands fyrir A-landslið karla í undankeppni EM 2020.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jörundur Áki að störfum síðastliðið föstudagskvöld.
Jörundur Áki að störfum síðastliðið föstudagskvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Flosi Eiríksson, formaður fótboltadeildar Breiðabliks, vakti athygli á ummælum Magna.
Flosi Eiríksson, formaður fótboltadeildar Breiðabliks, vakti athygli á ummælum Magna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magni Fannberg, sem nýlega var ráðinn aðstoðarmaður íþróttastjórans Tony Martinsson hjá Norrköping, var á dögunum í viðtali í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark. Hann tjáði sig meðal annars um rekstur meistaraflokka íslenskra félaga.

Í frétt DV þar sem vitnað er í ummæli Magna í hlaðvarpsþættinum segir að meistaraflokkar treysti oft á yngri flokka til að safna peningum fyrir sín verkefni. Ummæli Magna má sjá hér að neðan.

Segir að æfingagjöld iðkenda í yngri flokkum borgi fyrir meistaraflokka
„Það er gjörsamlega galið að yngri flokka störf séu að ákveðnu leyti einn af stærri tekjuliðum félagana."

„Svoleiðis þekkist ekki úti – án þess að vera of gagnrýninn, ég þarf að passa mig hvað ég segi en ef þú horfir erlendis þá eru varla til þessi atvinnumannalið sem Íslendingar eru að keppa við og bera sig saman við í Skandinavíu. Þar eru meistaraflokkar og þeirra tekjur að borga fyrir yngri flokkana.“

„Þeir sem stjórna þessu sitja ekki hérna og geta svarað þessu en það sem mér finnst vera of lítið í umræðunni, þegar Danir, Svíar og Norðmenn tala um sínar deildir sem þróunardeildir þá ætti íslenska deildin að vera það líka.“

„Æfingagjöldin borga fyrir meistaraflokka og íslenskt ungmennastarf er á heimsmælikvarða en vandamálið er að það er ekkert afreksstarf. Ég er ekki að segja að fólk eigi að byrja með afreksstarf. Afreksstarfið er ekkert og síðan erum við með deild, tvö lið sem byggja leikmannahópa sína þannig svo þeir eigi að ná árangri. Það eru ekki svo miklir peningar fyrir að vinna Íslandsmótið eða bikarkeppnir svo peningarnir koma frá því að ná langt í Evrópu,"
sagði Magni.

Hefði betur kynnt sér málið betur
Fótbolti.net ræddi stuttlega við Jörund Áka Sveinsson sem er starfandi framkvæmdastjóri KSÍ og var hann spurður út í ummæli Magna.

„Ég sá fréttir af þessu í gær og deili skoðun þeirra sem hafa verið að svara Magna. Hann hefði betur kannski kynnt sér málið aðeins betur varðandi hvernig félög á Íslandi eru rekin. Ég hef ekki heyrt allt viðtalið svo ég byggi þetta á því sem ég las. Miðað við það þá er ég ekki alveg sammála öllu, en það eru ákveðnir punktar sem eiga rétt á sér, eins og með fjölda ungra leikmanna. En menn geta ekki hent svona fram án þess að kynna sér málin aðeins betur," sagði Jörundur.

Umræða á samfélagsmiðlum
Þessi ummæli Magna hafa heldur betur skapað mikinn hita og hafa stjórnarmenn félaga og aðrir þekkir einstaklingar í íslenska boltanum tjáð sig.





Athugasemdir
banner
banner
banner