Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   mán 15. júlí 2024 22:31
Sölvi Haraldsson
Rúnar Páll: Sól í stúkunni og smá brúnka
Rúnar Páll og Brynjar Björn fara yfir málin fyrir leik
Rúnar Páll og Brynjar Björn fara yfir málin fyrir leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurinn var kærkominn. Frábær frammistaða og við áttum þetta bara skilið. Við skoruðum þrjú frábær mörk og héldum markinu hreinu sem er ótrúlega jákvætt fyrir sjálfstraustið.“ sagði Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, eftir 3-0 sigur hans manna á ÍA í Árbænum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  0 ÍA

Rúnar var gífurlega ánægður með mörkin sem hans menn skoruðu í dag og vill sjá svona mörk og einstaklingsframtök sem oftast.

Það var geggjað. Frábær sókn, sundurspiluðum þá og Nikulás leggur hann fyrir á Aron sem klárar vel. Fyrsta markið var geggjað líka hjá Ómari. Svona þarf þetta að vera, einstaklingsframtök í svona atvikum. Við fáum bara byr undir báða vængi með svona frammistöðum.

Aðstæðurnar í dag voru geggjaðar fyrir knattspyrnuiðkun og Rúnar var mjög sáttur með stemninguna í stúkunni í kvöld.

Þetta var geggjað. Sól í stúkunni og smá brúnka. Fín fótbolti, þrjú mörk og héldum hreinu, það gerist ekki betra. Vonandi náum við að fylla völlinn okkar fyrir næsta heimaleik, við þurfum þann stuðning.“

Brynjar Björn var á dögunum ráðinn aðstoðarþjálfari Fylkis en þetta var hans fyrsti leikur í sumar með Fylki.

Það er bara frábært að vinna með honum. Við Brynjar erum bestu félagar og er frábær þjálfari. Það er dýrmætt fyrir mig og Fylki að fá hann hérna inn til starfa fyrir þessa fjóra mánuði sem eru eftir af þessu móti.“ sagði Rúnar Páll.

Viðtalið við Rúnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner