Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
   mán 15. júlí 2024 22:31
Sölvi Haraldsson
Rúnar Páll: Sól í stúkunni og smá brúnka
Rúnar Páll og Brynjar Björn fara yfir málin fyrir leik
Rúnar Páll og Brynjar Björn fara yfir málin fyrir leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurinn var kærkominn. Frábær frammistaða og við áttum þetta bara skilið. Við skoruðum þrjú frábær mörk og héldum markinu hreinu sem er ótrúlega jákvætt fyrir sjálfstraustið.“ sagði Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, eftir 3-0 sigur hans manna á ÍA í Árbænum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  0 ÍA

Rúnar var gífurlega ánægður með mörkin sem hans menn skoruðu í dag og vill sjá svona mörk og einstaklingsframtök sem oftast.

Það var geggjað. Frábær sókn, sundurspiluðum þá og Nikulás leggur hann fyrir á Aron sem klárar vel. Fyrsta markið var geggjað líka hjá Ómari. Svona þarf þetta að vera, einstaklingsframtök í svona atvikum. Við fáum bara byr undir báða vængi með svona frammistöðum.

Aðstæðurnar í dag voru geggjaðar fyrir knattspyrnuiðkun og Rúnar var mjög sáttur með stemninguna í stúkunni í kvöld.

Þetta var geggjað. Sól í stúkunni og smá brúnka. Fín fótbolti, þrjú mörk og héldum hreinu, það gerist ekki betra. Vonandi náum við að fylla völlinn okkar fyrir næsta heimaleik, við þurfum þann stuðning.“

Brynjar Björn var á dögunum ráðinn aðstoðarþjálfari Fylkis en þetta var hans fyrsti leikur í sumar með Fylki.

Það er bara frábært að vinna með honum. Við Brynjar erum bestu félagar og er frábær þjálfari. Það er dýrmætt fyrir mig og Fylki að fá hann hérna inn til starfa fyrir þessa fjóra mánuði sem eru eftir af þessu móti.“ sagði Rúnar Páll.

Viðtalið við Rúnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner