Evrópumótið kláraðist í gær og það styttist í það að enski boltinn fari aftur að rúlla. Hér er það helsta í slúðrinu á þessum fína mánudegi.
Marc Guehi (24) er eftirsóttur af Liverpool. Félagið hefur hafið viðræður við Crystal Palace um kaup á enska landsliðsmanninum. (Fabrizio Romano)
Graham Potter verður líklegastur til að taka við Englandi ef Gareth Southgate ætlar ekki að halda áfram með liðið eftir tap í úrslitaleiknum á EM. (Mirror)
Arsenal er á meðal félaga sem eru að skoða það að sækja Joao Felix (24) frá Atletico Madrid. (Evening Standard)
Miðjumaðurinn Adam Wharton (20) ætlar að hafna Manchester City, Bayern og Real Madrid til að vera áfram hjá Crystal Palace. (Sun)
Arsenal hefur náð samkomulagi um kaup á markverðinum Tommy Setford (18) frá Ajax. (Athletic)
Wolves leiðir kapphlaupið um Anel Ahmedhodzic (25), miðvörð Sheffield United, en hann er metinn á 20 milljónir punda. Úlfarnir líta á Ahmedhodzic sem mögulegan arftaka fyrir Max Kilman sem fór til West Ham. (Sun)
Arsenal er líklegasta félagið til að landa Mikel Merino (28), miðjumanni Real Sociedad, í sumar en Aston Villa hefur einnig sýnt honum áhuga. (Mundo Deportivo)
Manchester City mun ræða við framherjann Julian Alvarez (24) núna þegar Copa America keppninni er lokið. Paris Saint-Germain hefur áhuga á að krækja í Alvarez, sem vill fá að spila meira. (Fabrizio Romano)
Man City er með það planað að kaupa Dani Olmo (26), miðjumann RB Leipzig og spænska landsliðsins. Hann er með 50 milljón punda riftunarverð í samningi sínum. (Gianluca Di Marzio)
Manchester United er að kaupa norsku landsliðskonuna Elisabeth Terland (23) frá Brighton. (Guardian)
Varnarmaðurinn Jakub Kiwior (24) má fara frá Arsenal í sumar en nokkur félög á Ítalíu vilja fá hann. (Football Insider)
Liverpool hefur sett Goncalo Inacio (22), miðvörð Sporting og portúgalska landsliðsins, ofarlega á óskalista sinn. (CaughtOffside)
Juventus hefur áhuga á Teun Koopmeiners (26), miðjumanni Atalanta, en hann hefur einnig verið orðaður við Liverpool. (Rudy Galetti)
Athugasemdir