Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. ágúst 2022 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Adrien Rabiot færist nær Manchester
Mynd: EPA

Fabrizio Romano greinir frá því að allir aðilar hafi trú á því að félagsskipti Adrien Rabiot til Manchester United muni ganga upp.


Juventus vill selja miðjumanninn og virðist helsti erfiðleikinn til að yfirstíga vera Veronique Rabiot, móðir og umboðskona Adrien.

Veronique er þekkt fyrir að vera erfið viðureignar en þrátt fyrir það virðist samkomulag vera í höfn.

Stjórnendur Man Utd munu funda með Veronique á næstu dögum og reyna að ganga frá samningsmálum.

Juventus er tilbúið til að samþykkja 17,5 milljón evru (15 milljónir punda) tilboð frá Rauðu djöflunum.

Rabiot er 27 ára og hefur spilað 129 leiki á þremur árum hjá Juventus. Hann spilar einnig reglulega fyrir franska landsliðið og á 29 leiki að baki, þar af 18 á síðustu tveimur árum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner