Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 15. ágúst 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vilja Estupinan til að fylla í skarð Cucurella
Mynd: Getty Images

Ekvadorski landsliðsbakvörðurinn Pervin Estupinan er efstur á óskalista Brighton sem er að leita að nýjum vinstri bakverði til að fylla í skarðið sem Marc Cucurella skildi eftir.


Tottenham fylgdist náið með Estupinan og var hann númer tvö á óskalistanum yfir vinstri bakverði eftir Destiny Udogie, sem er í London þessa stundina til að gangast undir læknisskoðun.

Nottingham Forest hefur einnig haft auga með Estupinan en félagið er þegar búið að klófesta tvo vinstri bakverði í sumar, Omar Richards frá FC Bayern og Harry Toffolo frá Huddersfield Town.

Estupinan leikur með Villarreal á Spáni og hefur gert síðustu tvö ár. Hann er 24 ára gamall og á fimm ár eftir af samningnum sínum.

Mögulegt kaupverð er talið nema á milli 15 og 20 milljónum evra.

Brighton hefur farið vel af stað á nýju úrvalsdeildartímabili. Eftir sigur gegn Manchester United á Old Trafford var liðið óheppið að gera markalaust jafntefli við Newcastle þar sem Nick Pope, markvörður gestanna, stóð sig eins og hetja og var maður leiksins.


Athugasemdir
banner
banner
banner