Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. ágúst 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vilja Estupinan til að fylla í skarð Cucurella
Mynd: Getty Images

Ekvadorski landsliðsbakvörðurinn Pervin Estupinan er efstur á óskalista Brighton sem er að leita að nýjum vinstri bakverði til að fylla í skarðið sem Marc Cucurella skildi eftir.


Tottenham fylgdist náið með Estupinan og var hann númer tvö á óskalistanum yfir vinstri bakverði eftir Destiny Udogie, sem er í London þessa stundina til að gangast undir læknisskoðun.

Nottingham Forest hefur einnig haft auga með Estupinan en félagið er þegar búið að klófesta tvo vinstri bakverði í sumar, Omar Richards frá FC Bayern og Harry Toffolo frá Huddersfield Town.

Estupinan leikur með Villarreal á Spáni og hefur gert síðustu tvö ár. Hann er 24 ára gamall og á fimm ár eftir af samningnum sínum.

Mögulegt kaupverð er talið nema á milli 15 og 20 milljónum evra.

Brighton hefur farið vel af stað á nýju úrvalsdeildartímabili. Eftir sigur gegn Manchester United á Old Trafford var liðið óheppið að gera markalaust jafntefli við Newcastle þar sem Nick Pope, markvörður gestanna, stóð sig eins og hetja og var maður leiksins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner