Liverpool þarf án nokkurs vafa miðjumann áður en félagaskiptaglugginn lokar.
Félagið hefur á undanförnum dögum reynt að fá Moises Caicedo og Romeo Lavia en þeir hafa báðir frekar valið að fara til Chelsea.
Liverpool seldi Fabinho til Sádi-Arabíu og vantar nauðsynlega að fá varnartengilið, jafnvel tvo, til þess að styrkja miðsvæðið fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni.
Næstu vikur verða áhugaverðar hjá Liverpool en Goal ákvað að taka saman lista yfir átta miðjumenn sem félagið gæti horft til núna.
Hér fyrir neðan má skoða hvaða átta nöfn eru á listanum.
Boubacar Kamara (Aston Villa) - Var fenginn á frjálsri sölu til Aston Villa síðasta sumar og átti fínt fyrsta tímabil á Englandi. Er þó samningsbundinn 2027 og það gæti reynst erfitt að fá hann þegar svona lítið er eftir af glugganum.
Athugasemdir